Næsta yfirheyrsla er í beinni útsendingu frá keppnisstað í Budapest, í stólnum er aldursforsetinn Guðmundur Gestur Sveinsson, betur þekktur sem „LE MACHINE“ gjörið svo vel..
- Nafn?
- Guðmundur Gestur Sveinsson
- Staða í liðinu?
- Góð
- Kotrustig?
- Vel á annað þúsund
- Hvernig hefur undirbúningi þínum verið háttað?
- Ég kem vel undirbúinn til leiks, lestur og stúderingar á háu stigi, er að skrifa bókina „Backgammon with Machine“
- Hvaða persónulega árangri í Budapest stefnir þú að?
- Að vinna hvern leik.
- Hvaða árangri telur þú að raunhæft sé fyrir Kotrulandsliðið að stefna að á EM2015?
- Ofan við miðju er gott, allt umfram það er bónus.
- Varstu ánægður með Körfuboltalandsliðið á EM?
- Mjög svo.
- Ætlar þú til Frakklands næsta sumar?
- NEI, ég fylgist með úr fjarlægð.
- Ef þú mættir velja einn mann í landslið, hverjum myndir þú bæta við?
- Össur Skarphéðinsson
- Hvenær lærðir þú kotru?
- Fyrir hálfri öld.
- Ertu ánægður með liðsandann?
- Já
- Hversu miklu máli skiptir stuðningur áhorfenda?
- Engu
- Er kotra ekki bara heppni? Eða er hún bara fyrir reiknismeistara?
- Sambland af þessu hvorutveggja.
- Hvernig viltu spila kotru? Ertu árásargjarn, varfærinn eða þar mitt á milli?
- Á milli.
- Finnst þér gaman að dobbla?
- Þegar það er rétt.
- Hjúskaparstaða?
- Jafn ótrulegt og það er, þá er ég einhleypur.
- Börn? Hvað heita þau?
- Fjögur stykki.
- Hverjir vinna EM2015 í Budapest?
- Frakkar.
- Eitthvað að lokum?
- NEI.