Yfirheyrslan

Yfirheyrslan

1712
Deila

Yfirheyrslan er í fullum gangi, næstur í röðinni er hinn viðkunnalegi Fjalarr Páll Mánason, betur þekktur undir nafninu „FELLIBYLURINN“ í kotruheiminum.

  • Nafn?: Fjalarr Páll Mánason
  • Staða í liðinu?:  Supersub

 • Kotrustig?: 1551

 • Hvernig hefur undirbúningi þínum verið háttað?: Reglulegar landsliðsæfningar í bland við random spilamennsku hvenær sem tími hefur gefist.

 • Hvaða persónulega árangri í Budapest stefnir þú að? Ég stefni að því að vinna alla leiki. Það plan gæti þó breyst eftir fyrsta leik.

 • Hvaða árangri telur þú að raunhæft sé fyrir Kotrulandsliðið að stefna að á EM2015? Við stefnum að sjálfsögðu hátt. Undanúrslit er ágætt upphafsplan.

 • Varstu ánægður með Körfuboltalandsliðið á EM? Já það stóð sig vel gegn stjörnupríddum mótherjum sínum.

 • Ætlar þú til Frakklands næsta sumar? Það er ekki komið á hreint ennþá.

 • Ef þú mættir velja einn mann í landslið, hverjum myndir þú bæta við? Danna Chocko. Ég veit hvað hann þyrstir að hitta danska liðið aftur.

 • Hvenær lærðir þú kotru? Ég lærði reglur spilsins þegar ég var 17 eða 18 ára. Það var þó ekki fyrr en mörgum árum seinna að ég fór eitthvað að leggja hana fyrir mig.

 • Ertu ánægður með liðsandann? Já. Hann gæti ekki verið betri.

 • Hversu miklu máli skiptir stuðningur áhorfenda? Ekki svo miklu. Það er gaman að fólk styðji mann en hróp og köll áhorfanda eiga ekki alveg heima við kotruborðið.

 • Er kotra ekki bara heppni? Eða er hún bara fyrir reiknismeistara? Nei hún er ekki bara heppni. Það er vissulega heppnisfaktor í leiknum enda er þetta teningaspil. En heppnin getur aðeins komið þér visst langt. Til langs tíma eru það þó þeir sem taka réttar ákvarðanir sem munu hafa sigur að lokum.  Það þarf alls ekki að vera neinn reiknimeistari til að spila kotru.

 • Hvernig viltu spila kotru? Ertu árásargjarn, varfærinn eða þar mitt á milli? Ég held að ég sé einhvern staðar þar á milli. Það fer þó alltaf eftir því hvernig spilið þróast. Eina stundina getur verið gott að vera árásargjarn en það getur þó breyst með einu teningakasti. Þá verður maður að geta brugðist fljótt við og breytt um taktík.

 • Finnst þér gaman að dobbla? Já.

 • Hjúskaparstaða? Í sambúð

 • Hverjir vinna EM2015 í Budapest? Ísland

 • Eitthvað að lokum? Ég hvet alla til þess að kynna sér dagskrá kotrusambandsins í vetur. Það verða regluleg mót og sem hægt að fá upplýsingar um á kotra.is eða á facebook síðu félagsins