Yfirheyrslan

Yfirheyrslan

953
Deila
Bikarmeistarinn Gunnar Birnir

Nú er komið að ljúfmenninu Gunnari Birni Jónssyni að setjast í yfirheyrslustólinn, þetta hafði hann að segja….

 • Nafn?
 • Gunnar Birnir Jónsson
 • Staða í liðinu?
 • Ég veit ekki. Vinstra horn bara?
 • Kotrustig?
 • 1504
 • Hvernig hefur undirbúningi þínum verið háttað?
 • Það hafa verið landsliðsæfingar í allt sumar sem hafa gengið vel. Svo er líka mikilvægt að kynna sér fræðin þannig að ég hef reynt að lesa þær bækur sem ég hef komist í og annað þesskonar efni. Þess utan hefur maður bara reynt að spila kotru eins oft og maður getur.
 • Hvaða persónulega árangri í Budapest stefnir þú að?
 • Persónulega vill ég bara standa mig vel, vinna þá leiki sem ég spila og standa með hinum liðsfélögunum hvernig svo sem gengur. Það verður líka að klappa mönnum á bakið þó að það gangi ekki allt að óskum!
 • Hvaða árangri telur þú að raunhæft sé fyrir Kotrulandsliðið að stefna að á EM2015?
 • Undanúrslit er það sem við stefnum að, það er raunhæft. Annars viljum við koma vel fyrir og vekja athygli á Íslandi og Kotrusambandinu á jákvæðan hátt. Það er ennþá raunhæfara!
 • Varstu ánægður með Körfuboltalandsliðið á EM?
 • Hver var það ekki! Þetta var rosalegt. Bæði leikmenn og stuðningsmenn voru magnaðir.
 • Ætlar þú til Frakklands næsta sumar?
 • Já, það er planið.
 • Ef þú mættir velja einn mann í landslið, hverjum myndir þú bæta við?
 • Margir sem koma til greina, skemmtilegast væri ef sá maður væri kvennmaður og vonandi verður það síðar. Segjum annars bara Óli Stef og Helga Braga, held að það yrði allavega mjög áhugavert.
 • Hvenær lærðir þú kotru?
 • Ég hef verið svona 5-6 ára þegar ég lærði mannganginn fyrst en svo liðu svona 15-20 ár áður en maður fór í raun að spila þetta eitthvað og enn síðar af einhverju viti.
 • Ertu ánægður með liðsandann?
 • Já, hann hefur verið mjög góður.
 • Hversu miklu máli skiptir stuðningur áhorfenda?
 • Ólíkt körfunni þá er reyndar best að áhorfendur hafi sig tiltölulega hæga á meðan spilað er. En allur stuðningur þess utan er auðvitað frábær.
 • Er kotra ekki bara heppni? Eða er hún bara fyrir reiknismeistara?
 • Nei og nei. Það er heppnisfaktor í þessu eins og ýmsu öðru en hann er mun minni en margan grunar. Það er svo auðvitað ekkert verra að geta reiknað eitthvað í huganum en það þarf enginn að vera einhver meistari í því. Mun mikilvægara er að kunna að telja!
 • Hvernig viltu spila kotru? Ertu árásargjarn, varfærinn eða þar mitt á milli?
 • Ekki mitt að dæma en ég held það fari bara eftir andstæðingnum og aðstæðum.
 • Finnst þér gaman að dobbla?
 • Ekkert frekar en annað í spilinu. Mér finnst gaman að vinna.
 • Hjúskaparstaða?
 • Ég myndi búa einn með kettinum mínum ef ég ætti kött.
 • Börn? Hvað heita þau?
 • Nei. Ég veit það ekki ennþá.
 • Hverjir vinna EM2015 í Budapest?
 • Vonandi bara besta liðið.
 • Eitthvað að lokum?
 • Bara hvetja alla til að spila kotru og mæta á mót í vetur. Sérstaklega væri gaman að sjá fleira kvenfólk og yngri keppendur. Ég er alltof gamall til að vera yngstur í svona liði!