Yfirheyrslan

Yfirheyrslan

1072
Deila
Bjarni Freyr

Yfirheyrslan er í fullum gangi, næstur í stólinn er Bjarni Freyr Kristjánsson, oftast nefndur „Forsetinn“

 • Nafn? Bjarni Freyr ( forsetinn ) Kristjánsson
 • Staða í liðinu? Forsetinn
 • Kotrustig? Man það ekki…. :-/
 • Hvernig hefur undirbúningi þínum verið háttað? Aðallega andlegur undirbúningur í bland við mikla vinnu
 • Hvaða persónulega árangri í Budapest stefnir þú að? Undanúrslitum
 • Hvaða árangri telur þú að raunhæft sé fyrir Kotrulandsliðið að stefna að á EM2015? Undanúrslit
 • Varstu ánægður með Körfuboltalandsliðið á EM? Þeir stóðu sig vel en er aðallega ánægður með stuðningmennina
 • Ætlar þú til Frakklands næsta sumar? Það verður einhver að fara…
 • Ef þú mættir velja einn mann í landslið, hverjum myndir þú bæta við? Mundi velja konu… Akiko
 • Hvenær lærðir þú kotru? 1990, en fór ekki að stúdera hana fyrr en 2009
 • Ertu ánægður með liðsandann? Já… hlakka til að fara með þessu fjölbreytta hóp á þetta stórmót
 • Hversu miklu máli skiptir stuðningur áhorfenda? Miklu… værum ekki þar sem við erum án stuðningsins…
 • Er kotra ekki bara heppni? Eða er hún bara fyrir reiknismeistara? Bæði betra…
 • Hvernig viltu spila kotru? Ertu árásargjarn, varfærinn eða þar mitt á milli? Veltur mikið á andstæðingnum, en reyni að vera ekki með einhverja eina stefnu í spilamennskunni
 • Finnst þér gaman að dobbla? Easy take pass
 • Hjúskaparstaða? Giftur hinni fögru gyðju kotru
 • Börn? Hvað heita þau? Tvíburasystur, gleði og sorg
 • Hverjir vinna EM2015 í Budapest? Danmörk
 • Eitthvað að lokum? Lifi Kortan Lifi Ísland