Yfirheyrslan

Yfirheyrslan

1696
Deila
Kjartan Ásmundarson

Yfirheyrslan heldur áfram, nú er kynntur til leiks Kjartan Ásmundarson, oft og iðulega kallaður „FRÆNDI“ hann er ráðgjafi landsliðshópsins á ýmsum sviðum, gjörið svo vel….

 • Nafn? Kjartan Ásmundarson
 • Staða í liðinu? Ráðgjafi og Klappstýra
 • Kotrustig? 1529
 • Hvernig hefur undirbúningi þínum verið háttað? Hef spilað við kennsluforritið ExtremeGammon2, lesið „Backgammon for Beginners“ eftir Bill Robertie og „Backgammon“ eftir Paul Magriel, tekið þátt á landsliðsæfingum og spilað og stúderað með „Vélinni“ (Guðmundur Sveinsson)
 • Hvaða persónulega árangri í Budapest stefnir þú að? Ég stefni ekki á neitt ákveðið sæti heldur frekar að spila eftir minni bestu getu.
 • Hvaða árangri telur þú að raunhæft sé fyrir Kotrulandsliðið að stefna að á EM2015?
 • Við ættum óhikað að stefna á að komast áfram úr riðlakeppninni.
 • Varstu ánægður með Körfuboltalandsliðið á EM?
 • Strákarnir stóðu sig mikið betur en ég átti von á. Ég held að íslensku stuðningsmennirnir hafi átt stóran þátt í því enda báru þeir höfuð og herðar yfir aðra stuðningsmenn.
 • Ætlar þú til Frakklands næsta sumar?
 • Langar mikið en reikna ekki með því að ég komist. Fer þá frekar á eithvað kotrumót erlendis í staðinn.
 • Ef þú mættir velja einn mann í landslið, hverjum myndir þú bæta við?
 • Stefán Freyr Guðmundsson
 • Hvenær lærðir þú kotru?
 • Ég lærði mannganginn fyrir sirka 4 árum en mig minnir að mitt fyrsta mót hafi verið „Sveinstaðir Open“ júní 2014. Eftir það mót skildi ég hvað ég skildi lítið í kotru og hef síðan verið að vinna í því að verða betri spilari.
 • Ertu ánægður með liðsandann?
 • Já ég er ánægður með hann. Róbert Lagerman hefur haldið vel utan um hópinn og undirbúningsstarfið og hann hefur inleitt ásamt Kjartani Mack jákvæðni og bjartsýni í hópinn. En þar fyrir utan er andinn innan kotrusamfélagsins alls mjög góður.
 • Hversu miklu máli skiptir stuðningur áhorfenda?
 • Getur skipt sköpum við að halda sjálfstraustinu uppi að hafa góðan stuðning.
 • Er kotra ekki bara heppni? Eða er hún bara fyrir reiknismeistara?
 • „Heppnin er þeirra helsta vopn“ samkvæmt „Vélinni“. Heppnin hefur vægi en vægið minnkar eftir því sem leikurinn lengist. Svo er þetta blanda af rökhugsun og líkindareikni.
 • Hvernig viltu spila kotru? Ertu árásargjarn, varfærinn eða þar mitt á milli?
 • Ég hugsa að ég sé þarna á milli.
 • Finnst þér gaman að dobbla?Það er skemmtilegra að re-dobbla.
 • Hjúskaparstaða?Einhleypur.
 • Börn? Hvað heita þau?Barnlaus.
 • Hverjir vinna EM2015 í Budapest? Danir.

Eitthvað að lokum? Það væri gaman að sjá kotrusamfélagið stækka og styrkjast á Íslandi svo þetta góða starf Kotrusambandsins að undanförnu geti haldið áfram um ár og aldir.