Viðtal við Stefán Frey Guðmundsson landsliðseinvald kotrulandsliðsins í Dubrovnik í Króatíu.

Viðtal við Stefán Frey Guðmundsson landsliðseinvald kotrulandsliðsins í Dubrovnik í Króatíu.

803
Deila

1) Stefán, hvenær lærðir þú kotru?

Stefán er hugsi, og segir að að hann hafi kynnst kotru í kringum aldamótin síðustu á námsárum sínum við Háskóla Íslands.

2) Hvað hafðir þú í huga þegar þú valdir landslið Íslands í kotru? Stefán segir að hann hafi ma. haft, kotrustig, undanfarin mót, og bætir síðan við, stíl leikmanna með sposkum svip, að leiðarljósi þegar ég valdi landsliðið.

3) Hvernig er andinn hjá landsliðinu? Hann er mjög dínamískur, jákvæður og samheldinn hópur með mikið keppniskap.

4) Nú ert þú fjölskyldumaður, hvernig tekst þér að samhæfa fjölskyldulíf og langar keppnisferðir? Ég á mjög skilnigsríka og góða konu, auðvitað er þetta púsluspil eins og allt annað í lífinu.

5) Hvernig sérðu fyrir þér framtíð kotrunnar á Íslandi? Við Íslendingar erum að taka tímamótaframförum, og nú í dag eigum við landslið sem getur keppt á alþjóða grundvelli, og svo er alltaf að fjölga spilurum sem koma á mót og spila, mjög jákvæð þróun.

6) Hverjar eru væntingar landsliðseinvaldsins á Evrópumótinu í Dubrovnik? Við gerum okkur væntingar að komast alla leið í undanúrslit, svo verður bara að koma í ljós hver lokaniðurstaðan verður, aðalatriðið er að við erum að stimpla okkur inn í alþjóða kotruheiminn.

7) Er kotra þá ekki bara heppni, hvað kemur upp á teningunum? Stefán verður mjög brúnaþungur við þessa spurningu, en bendir síðan á, Kotra er mikill herkænskuleikur, þar sem þú verður stöðugt að hugsa um sókn og vörn samtímis, reikna út líkindi, en auðvitað er líka þessi óvissufactor með teningana, en það gerir einmitt spilið skemmtilegra, þú getur verið með vænlega stöðu eina stundina, en svo getur þú verið komið með gjörtapað hina stundina.

8) Er kotra þá sem sagt bara fyrir einhverja reiknisheila og nörda? Allsekki, kotra er fyrir alla, og Stefán bendir á að heimsmeistarinn núna er kona 🙂 Það tekur aðeins góða dagsstund að læra mannganginn, en Stefán bætir við að líkt og með aðrar íþróttir, þá skapar æfingin meistarann.

9) Eitthvað að lokum Stefán? Hann hvetur alla að kynna sér hið öfluga starf sem er innan Kotrusamband Íslands, allir eru ávallt velkomnir, hvort sem um er að ræða byrjendur eða lengra komna.

Kotrusambandið er með heimasíðu www.kotra.is og einnig facebooksíðu https://www.facebook.com/www.kotra.is