Veislan er hafin

Veislan er hafin

1331
Deila
Íslenska landsliðið í Búdapest 2015

Þá er Evrópumótið í kotru 2015 hafið. Liðin sem munu berjast um Evrópumeistaratitilinn hér í Budapest eru 15 talsins. Íslendingar spila við Grikki í fyrstu umferð, líkt og í fyrra í Króatíu. Þá fór jafntefli 2-2, stóra spurningin hvernig fer núna. Byrjunarlið Ísland er þannig skipað, 1. Hallur Jon Bluhme Sævarsson 2. Guðmundur Gestur Sveinsson 3. Ingi Tandri Traustason 4. Fjalarr Páll Mánason. Kotrusambandið sendir strákunum okkar baráttukveðjur. ÁFRAM ÍSLAND.