Tólf spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn 2016

Tólf spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn 2016

941
Deila
Rjúkandi teningar

Í gærkvöldi fór fram undankeppni Íslandsmótsins á B-47 Hostel. Sextán keppendur mættu til leiks og börðust um sjö laus sæti í úrslitum. Nú er því orðið ljóst hverjir munu spila í 12 manna úrslitum. Frá mótinu í gær komust Jóhannes Jónsson, Alda Dröfn Guðbjörnssdóttir, Bjarni Freyr Kristjánsson, Daníel Sigurðsson, Jóhann Arnar Jóhannsson, Arnór Gauti og Þráinn Sigfússon. Fyrir mótið höfðu tryggt sér farseðilinn inn í úrslitin þeir Róbert Lagerman, Hafliði Kristjánsson, Gunnar Birnir Jónsson, Adonis Karaonalis og Fjalarr Páll Mánason. Úrslitariðlarnir verða spilaðir um næstu helgi, 3.-4. júní í húsnæði Skáksambands Íslands, Faxafeni 12. Spilamennskan hefst kl. 18.00 föstudaginn 3,júní og verður framhaldið laugardaginn 4. júní kl.12.00. Mjög góð aðstaða er til spilamennsku  í Faxafeni, og ávallt heitt á könnunni. Áhorfendur eru sérstaklega velkomnir. Núverandi Íslandsmeistari er Róbert Lagerman.

Íslandsmeistarinn 2015 Róbert Lagerman
Íslandsmeistarinn 2015 Róbert Lagerman