Það geta allir unnið heimsmeistarann

Það geta allir unnið heimsmeistarann

946
Deila
Róbert Lagerman "Landsliðseinvaldur"

Það eru ekki bara körfu­bolta- og knatt­spyrnu­landslið Íslands sem baða sig í dýrðarljóma Evr­ópu­meist­ara­móta þessi miss­er­in. Kotru­landsliðið er á leið á EM í Búdapest um næstu helgi. Þess­ari 5.000 ára gömlu hugaríþrótt vex nú fisk­ur um hrygg, hér heima sem er­lend­is, og Ró­bert Lag­erman landsliðsein­vald­ur og Bjarni Freyr Kristjáns­son, for­seti Kotru­sam­bands Íslands, segja markið sett hátt á EM.

Ísland sendi í fyrsta skipti lið á Evr­ópu­meist­ara­mótið í fyrra en þá fór það fram í Dubrovnik í Króa­tíu. Átta þjóðir áttu lið á mót­inu og gekk því ís­lenska ljóm­andi vel. Var hárs­breidd frá því að leika um bronsið. „Það munaði grát­lega litlu,“ seg­ir Bjarni en bú­ist er við sex­tán liðum að þessu sinni.

Spilað er á sjö borðum en átta leik­menn fara utan. Landsliðið var valið í byrj­un sum­ars og hóf­ust viku­leg­ar æf­ing­ar þegar í stað. Þá fékk landsliðið Kjart­an Maack markþjálfa til liðs við sig og segja Bjarni og Ró­bert hann hafa hjálpað liðinu mikið við und­ir­bún­ing­inn. „Kjart­an hef­ur aðstoðað okk­ur við að þétta raðirn­ar, setja okk­ur mark­mið og opnað augu okk­ar fyr­ir ýms­um hlut­um. Á heild­ina litið er und­ir­bún­ing­ur liðsins mun betri en í fyrra og óhætt að segja að við mæt­um vel þjálfaðir til leiks,“ seg­ir Bjarni og Ró­bert bæt­ir við að nú sé tæki­færi til að stimpla sig ræki­lega inn í evr­ópska kotru­sam­fé­lagið.

Þeir segja feg­urðina í kotrunni ekki síst byggj­ast á því að nán­ast hver sem er get­ur sest niður and­spæn­is heims­meist­ar­an­um og unnið, að minnsta kosti eitt sett. „Þetta væri aldrei hægt í skák. Það sest ekki hver sem er niður með Magnúsi Carlsen og vinn­ur,“ seg­ir Ró­bert.
Sett­in eru mis­mörg í hverj­um leik í kotru, á EM eru þau til dæm­is fimmtán, sem Bjarni og Ró­bert full­yrða að geri það að verk­um að viðvan­ing­ar geti ekki unnið vana leik­menn í heil­um leik enda þótt þeir geti haft bet­ur í setti og setti. Heppn­in dugi mönn­um ein­fald­lega aðeins visst langt. „Því fleiri sem sett­in eru, þeim mun skem­ur dug­ar heppn­in,“ seg­ir Ró­bert.

Nán­ar er rætt við Ró­bert og Bjarna í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.