„Svíagrýlan“ endanlega jörðuð.

„Svíagrýlan“ endanlega jörðuð.

1111
Deila
Landsliðshópurinn í Helsingör

Frábær sigur vannst á sterku liði Svía, en fyrir mótið voru Svíarnir taldir með sigurstranglegri liðum í mótinu, það breyttist í dag. Þeir sem unnu voru Hallur, Stefán og Ingi Tandri, en Ingi er í þvílíku banastuðinu á þessu móti, vinnur andstæðinga sína á sinn einstaka hátt „The Speedgammon way“ 🙂 Fjalarr kom inn á og tapaði sínum leik. Sem sagt Svíar lágu í því lokatölur 3-1. Nú stendur yfir leikur á móti Kýpur, og þegar þetta er skrifað þá eru Íslendingar með örugga forystu.  Svo enn er allt opið, og stefnan er sett á „The final four“ Fréttaritari K.Í. mun færa ykkur lokatölur dagsins áður gengið verður til náða. Strákarnir okkar senda sína bestu kotrukveðjur til Íslands. „ÁFRAM ÍSLAND“

EM2016 í Helsingör
EM2016 í Helsingör