Stórsigur á Kýpur 4-0

Stórsigur á Kýpur 4-0

1001
Deila
Hallur Jon Bluhme Sævarsson fyrstaborðs-maður Íslands í Helsingör.

Fyrir nokkrum sekúndum var Hallur Jon Bluhme Sævarsson að innbyrða stórsigur á Kýpur 4-0. Fyrr í kvöld höfðu Stefán Freyr, Ingi Tandri, og Guðmundur Gestur unnið sínar viðureignir. Ísland er þar með komið 8 vinninga af 12 mögulegum, og  við erum komnir í toppbaráttuna á EM 2016 í Helsingör. Gísli „EINVALDUR“ hefur þegar boðað til liðsfundar og svo verður farið snemma í háttinn. Morgundagurinn byrjar snemma og mun fréttaritari K.Í. vera með glóðvolgar og góðar fréttir á morgun….en þangað til godnat 🙂