Stjörnuparið Alda og Fjalarr sigruðu.

Stjörnuparið Alda og Fjalarr sigruðu.

1990
Deila
"Stjörnuparið" Alda og Fjalarr

Fyrsta kotrumót ársins 2016 fór fram í gærdag. Mótið hefur borið nafnið Carlsberg-kotra hingað til, en á nýju ári mun það breytast í Viking-kotra. Mótið var vel mannað í gær, meðal þátttakenda voru Íslandsmeistarinn og Bikarmeistarinn. En þeir voru engin fyrirstaða, frekar en aðrir keppendur, hjá „Stjörnuparinu“ Öldu Dröfn Guðbjörnsdóttur og Fjalarr Páll Mánason. Þau sigldu sigrinum örugglega heim í hús. Í ör-stuttu viðtali við blaðamann Kotrusambandsins, eftir mót, voru hjónaleysin búin að velta þessum möguleika fyrir sér kvöldið áður „okkar taktík gekk fullkomlega upp“ og tóku þau með sér heim kassa af Víkingbjór og dágóðan verðlaunapott. „Kotra er greinilega tilvalið fjölskylduspil“ sagði „ofurparið“ að lokum með bros á vör. Viking-kotra mun ávallt verða fyrsta laugardag hvers mánaðar í vetur.