Stefán Freyr og Gísli „Landsliðseinvaldar“

Stefán Freyr og Gísli „Landsliðseinvaldar“

1490
Deila
Landsliðið í kotru

Nýjir „Landsliðseinvaldar“ í kotru voru ráðnir í gær. Þeir eru Stefán Freyr Guðmundsson og Gísli Hrafnkelsson Þessir kappar eru miklir reynsluboltar í kotruheiminum. Báðir hafa þeir gengt landsliðseinvaldastöðunni áður, en nú taka þeir höndum saman og munu stýra landsliðsverkefnum saman. Helstu verkefni landsliðsins eru Evrópu/Heimsmeistaramótið í kotru í apríl-mánuði á næsta ári í Svartfjallalandi, og svo Evrópumótið í netkotru. Það er mikill happafengur fyrir Kotrusambandið að fá þessa heiðursmenn til að stýra verkefnum landsliðsins. Kotrusamband Íslands óskar Stefáni og Gísla til hamingju með þetta ábyrgðarfulla embætti. Þeir munu hefjast handa mjög fljótlega við undirbúning næstu verkefna. Áfram Ísland.

Gísli Hrafnkelsson Landsliðseinvaldur
Stefán Freyr Guðmundsson Landsliðseinvaldur