Spennan magnast á EM í Budapest

Spennan magnast á EM í Budapest

1034
Deila

Undanúrslitin eru hafin á EM í kotru í Budapest. Danir og Þjóðverjar mættust annars vegar og Króatía og Ítalir hins vegar. Króatar unnu og eru komnir í úrslit, en jafnt var hjá Dönum og Þjóðverjum, þeir munu heyja bráðarbana um að úrslitasæti. Tapliðin spila um bronsið.

IMG_4842

IMG_4841

Illa gekk hjá landanum í dag, tap fyrir Norðmönnum og þrettánda sætið. Forseti kotrusambandsins, Bjarni Freyr Kristjánsson, færði þjálfara Dana, sir Weile, áritað flagg kotrusambandsins, af öllum landsliðshópnum, í dag. Allir okkar mótherjar fengu einnig slíkt flagg, og þótti vel við hæfi að Danir fengju eitt eintak, þeir verða gestgjafar EM 2016, Copenhagen here we come 🙂 Nú bíðum við bara spennt eftir hverjir verða Evrópumeistarar, en það mun ráðast seint í kvöld. Á meðan njótum lífsins og elskum kotru 🙂