Sorglegur endir

Sorglegur endir

1288
Deila
Icelandic national team

Ísland og Bretar spiluðu saman í síðustu umferð á EM í kotru hér í Helsingör. Leikurinn var í raun úrslitaleikur um hvort liðið kæmist áfram í „The final Four“ á sunnudaginn. Segja má að heilladísirnar hafi verið með Bretunum í dag, því þeir unnu 3-1 sigur og komust þar með í undanúrslitin sem spiluð verða á sunnudaginn. Öfug úrslit hefðu þýtt að Ísland hefði spilað í undanúrslitunum, svo grátlega nálægt því vorum við. Lokaniðurstaðan var því ellefta sætið, ákveðin vonbrigði miðað við gengið fram að viðureigninni við Breta. Einstaklingsárangur var eftirfarandi 1.Hallur Jon Bluhme Sævarsson 3 vinninga af 6 möguleikum. 2. Stefán Freyr Guðmundsson 4 vin. af 6 mögl. 3. Ingi Tandri Traustason 3 vin. af 5 mögl. 4. Guðmundur Gestur Sveinsson 2 vin. af 4 mögl. 5. Fjalarr Páll Mánason 0 vin. af 3 mögl. Róbert Lagerman fyrirliði sveitarinnar spilaði ekki neinn leik. Landsliðseinvaldur var Gísli Hrafnkelsson. Á morgun verður svo aðalfundur Evrópusambandsins, þar verður Róbert Lagerman í framboði til framkvæmdarstjóra og Bjarni Freyr Kristjánsson forseti Kotrusambands Íslands býður sig áfram í stjórn Evrópusambandsins. Einnig verður kosið um hvar EM2017 verður haldið, en Ísland sækir um að halda EM á næsta ári. Fréttaritari mun að sjálfsögðu halda áfram að segja frá gangi mála hér í Helsingör, þó Íslenska liðið hafi ekki komist í undanúrslit. EM einstaklinga fer fram á morgun, þar munu keppa Fjalarr Páll og Guðmundur Gestur og Ingi Tandri, svo mun EM einstaklinga í hraðkotru fara fram á sunnudaginn. Svo endilega fylgist með og fáið glóðvolgar og nýbakaðar kotrufréttir hér frá Helsingör.