Skin og skúrir í Budapest

Skin og skúrir í Budapest

1386
Deila

Þó veðrið sé alveg yndislegt hér í Budapest, hafa verið skin og skúrir við kotruborðið hjá Íslenska landsliðinu. Súrt tap fyrir Grikkjum í fyrstu umferð, og enn súrara tap fyrir Frökkum í umferð tvö. En við erum ekki þekktir fyrir að leggja árum í bát. Íslenska liði hífði sig upp mótstöfluna eftir sigur í þriðju umferð. Heildarmyndin eftir þrjár umferðir lítur alls ekki illa út, tvö match-point og fjórir vinningar, og enn eru fjórar umferðir eftir, svo allt getur gerst. Danir tróna á toppnum. Verum bjartsýn, elskum kotru og áfram ÍSLAND.