Róbert Lagerman Íslandsmeistari 2015!

Róbert Lagerman Íslandsmeistari 2015!

1732
Deila

Róbert Lagerman tryggði sér í dag sinn annan Íslandsmeistaratitil í Kotru. Úrslitaleikurinn á milli Róberts og Daníels Már Sigurðssonar fór fram í ráðhúsinu. Róbert náði snemma undirtökunum, komst í 5-0 og var eftir það alltaf með fjögurra til sex stiga forustu. Daníel barðist á hæl og hnakka, en allt kom fyrir ekki, Róbert hafði sigur að lokum 21-14. Kotrusambandið óskar Íslandsmeistaranum Róberti sem gengur undir viðurnefninu Don The King Roberto innilega til hamingju með þennan glæsilega árángur!

11227977_10205575537160714_8215496908745488779_o (1)