Róbert Lagerman og Robert J. Fischer spiluðu til úrslita í Hörpunni. Lagerman...

Róbert Lagerman og Robert J. Fischer spiluðu til úrslita í Hörpunni. Lagerman sigraði.

1516
Deila
Backgammon International

Einn af hinum fjölmörgu sérviðburðum sem haldnir eru samhliða Reykjavík open 2016, fór fram í Hörpunni í gærkvöldi. Kotrusamband Íslands hélt veg og vanda að alþjóðlegu kotrumóti. Hátt í tuttugu keppendur mættu til leiks. Spilað var svokallað „single elimination with second chance“ kerfi. En það virkar þannig að þeir sem töpuðu einum leik fóru í second chance tournament, en eftir tvö töp, voru menn úr leik. Svo skemmtilega vildi til að nafnarnir Robert spiluðu úrslitaleikinn í sjálfu aðalmótinu, annar Lagerman og hinn Fischer. Þar hafði Lagerman sigur á Fischer. Í second chance-mótinu, fóru með sigur af hólmi þeir „Viking-bræður“ Guðmundur Gestur og Gunnar Birnir.

Róbert Lagerman
Róbert Lagerman
Robert J. Fischer
Robert J. Fischer

Nóg verður um vera á kotruvellinum á næstunni. Í apríl-mánuði verða þrjú áhugaverð kotrumót, „Viking-kotra“ „Satellite-kotra“ og „Stofu-kotra“ svo fylgist vel með mótaáætlun Kotrusambandsins á allra næstu dögum.