Róbert Lagerman er kominn í A-úrslit Íslandsmótsins 2015.

Róbert Lagerman er kominn í A-úrslit Íslandsmótsins 2015.

761
Deila

Mánudags-RIO var haldið í gærkveldi. Þessi mótaröð er haldin á mánudögum á RIO-sportbar og gefur efsta sætið þátttökurétt í a-úrslitum Íslandsmótsins 2015. Mótin geta tekið tvö mánudagskvöld.

Mótið í gærkveldi var hádramatískt, þar sem double-teningurinn hreinlega flaug á milli borða, en eftir mikla flugeldasýningu, stóð Róbert Lagerman, öðru nafni „KÓNGURINN“ á toppnum ósigraður. Í næstu sætum komu Hafliði Kristjánsson, Daníel Tjokko Sigurðsson, Aron Ingi Óskarsson og nýliðinn, sem er reyndar búinn að spila kotru í 40 ár, Þráinn Sigfússon.

Þeir sem eru þá búnir að tryggja sig áfram úr mánudagsmótunum eru „FELLIBYLURINN“ Fjalarr Páll Mánason, „VÉLIN“ Guðmundur Gestur Sveinsson, og „KÓNGURINN“ Róbert Lagerman.

Svo er Íslandsmeistarinn Ingi Tandri Traustason, stundum kallaður “ MR. SPEEDGAMMON“ kominn í a-úrslit, enn eru fjögur laus sæti í a-úrslitum Íslandsmótsins 2015.

Næsta mánudagssyrpa verður í upphafi febrúar-mánaðar.  Kotruaðdáendur eru hvattir til að mæta á RIO-sportbar, þar sem ævintýrin gerast, og taka í spil.

Heimasíða Kotrusambands Íslands er www.kotra.is og facebook síða kotrunnar er https://www.facebook.com/www.kotra.is  En þar er að finna fréttir og fróðleik og margt fleira, sem og mótaáætlun vetrarins.

rio kotrustig 2014

backgammon