Róbert Lagerman Carlsbergmeistari janúarmánaðar 2015

Róbert Lagerman Carlsbergmeistari janúarmánaðar 2015

1399
Deila

rioRóbert Lagerman „Kóngurinn“ lagði Bjarna Frey Kristjánsson „Forsetann“ að velli í úrslitaeinvígi á Carlsbergmóti janúarmáðar 2015.

Mótið var haldið í hátíðarsal RIO-sportbar laugardaginn 31. janúar.

Úrslitaeinvígið var æsispennandi, lokatölur urðu Kóngurinn 15 stig Forsetinn 9 stig.

Nokkuð var um áhorfendur á úrslitaleiknum, m.a. fyrrverandi Íslandsmeistari, Hrannar Jónsson, og myndaðist skemmtileg stemmning í hátíðarsal RIO-sportbar.

Í örstuttu viðtali við blaðamann Kotrusambands Íslands, hafði Róbert þetta að segja

Undanfarið hef ég verið að glugga í kotrufræðin, og er ég ekki frá því að spilamennska mín hafi tekið stökk í rétta átt

carlsberg_logoRIO-sportbar og Carlsberg lögðu til bjórkassa í verðlaun.

Kotrukvöldin munu halda áfram á mánudagskvöldum á RIO, allir viðburðir munu verða auglýstir sérstaklega  á facebook-síðu Kotrusambans Íslands og einnig á www.kotra.is