Róbert framkvæmdarstjóri, Bjarni í stjórn og Ísland heldur EM2017

Róbert framkvæmdarstjóri, Bjarni í stjórn og Ísland heldur EM2017

1737
Deila
Icelandic backgammon federation

Í morgun fór fram aðalfundur Evrópusambandsins í kotru. Þar gerðust merkilegir hlutir. Fyrst bar það hæst að Ísland var valið til að halda næsta Evrópumót í kotru, sem sagt EM2017 Reykjavík. Þá var Róbert Lagerman kosinn framkvæmdarstjóri Evrópusambandsins.

Róbert Lagerman framkvæmdarstjóri Evrópusambandsins
Róbert Lagerman framkvæmdarstjóri Evrópusambandsins

Bjarni Freyr Kristjánsson forseti K.Í. var kosinn í stjórn Evrópusambandsins, en Bjarni hefur setið í stjórn Evrópusambandsins sl. tvö ár.

Bjarni Freyr Kristjánsson head of delegation
Bjarni Freyr Kristjánsson head of delegation

Ingi Tandri og Guðmundur Gestur sitja enn við spilamennsku á Evrópumóti einstaklinga. Þar falla menn út eftir tvö töp, en þeir félagar eru með eitt tap á bakinu, Fjalarr Páll er hinsvegar dottinn út. Svo nóg er um að vera í Helsingör, og enn hellingur eftir m.a. EM í speedgammon, The final four og Superjackpot, svo eitthvað sé nefnt. Fréttaritarinn mun taka púlsinn á þessu öllu saman og færa ykkur glóðvolgar fréttir beint heim í stofu um leið næstu kosningartölur liggja fyrir. Áfram Ísland EM2017.