Róbert desember-meistarinn á Hlemmur Square.

Róbert desember-meistarinn á Hlemmur Square.

1880
Deila
Róbert Lagerman Deildarmeistarinn 2017

Það var æsispennandi úrlitaleikur milli Íslandsmeistarans 2012 Hrannar Jónssonar og Íslandsmeistarans 2015 Róbert Lagermans á „Hlemmur Square backgammon-series“ í gærkvöldi. Róbert tók forystuna snemma í einvíginu (spilað var upp í 7 stig) En Hrannar er ekki frægur fyrir að gefast upp, og í stöðunni 6-5 fyrir Róbert, tvöfaldaði Hrannar leikinn, svo ljóst var að þessi leikur myndi útkljá einvígið. Upp kom gríðalega flókin staða, þar sem Hrannar rann út á tíma (tímamörkin voru 2 mínútur með 10 sekúndur delay) í stöðu þar sem sigurinn gat farið á hvorn veginn sem var. Róbert Lagerman er því „desember-meistarinn“ á Hlemmur Square. Næsta mót á Hlemmur Square verður sunnudaginn 14.janúar 2018. Síðasta kotrumót ársins er síðan „Bikarkeppnin 2017“ miðvikudaginn 27.desember á Stofan Cafe. Það mót verður auglýst sérstaklega þegar nær dregur. Gleðileg Kotrujól.

Kotrufjör á Hlemmur Square