Róbert Deildarmeistari 2017

Róbert Deildarmeistari 2017

1122
Deila
Róbert Lagerman Deildarmeistarinn 2017

Mikið fjör var á Hlemmur Square í gær, þegar „Final four“ í deildinni fór fram. Kosningunum lokið og alvaran tekin við, Kotran…..Í undanúrlitum lagði Evrópumeistarinn Róbert Lagerman Íslandsmeistarann Gunnar Birnir Jónsson nokkuð örugglega að velli, og Jóhannes Jónsson sigraði Kjartan Ingvarson í æsispennandi rimmu. Það var því ljóst að Jóhannes og Róbert spiluðu um titilinn í ár „Deildarmeistarinn 2017“ Úr varð hörkuleikur, félagarnir skiptust á um að leiða í einvíginu, þangað til Róbert tók afgerandi forystu 20-13 (einvígi upp 21 stig) Þarna héldu margir að einvígið væri búið. En Jóhannes kom með svakalegt comeback og jafnaði í 20-20. Róberti var þá nóg boðið bað um 5 mínútna pásu, og kom með spariteningana til baka og sigraði síðasta leikinn næsta auðveldlega. DON (en það er viðurnefni Róberts) er því „Deildarmeistarinn 2017“ Gunnar Birnir sigraði svo Kjartan í „bronsleiknum“ eftir nokkrar sviftingar. Næst á dagskrá er aðalfundur Kotrusambands Íslands þann 14.nóvember nk. En á aðalfundinum verður m.a. tilkynnt glæsileg mótadagskrá fyrir næsta vetur. Nánar auglýst á allra næstu dögum.

Fjör á Hlemmur Square