Pressuleikur

Pressuleikur

896
Deila
Pressuliðið og Landsliðið

Stórskemmtilegur og spennandi Kotru-leikur milli Landsliðsins og Pressuliðsins fór fram fimmtudaginn 30.júlí mánaðar sl. á Rio-sportbar. Róbert Lagerman, Bjarni Freyr, Kjartan Ásmundarson og Gunnar Birnir skipuðu landsliðið, en fyrir Pressuliðinu fóru Stefán Freyr, Guðmundur Sveinsson, Daníel Már, og Hrannar Jónsson. Eftir mjög spennandi og dramatísk endalok mörðu Pressuliðsmenn sigur með minnsta mun, spilaðir voru leikir upp í 15. Leikurinn var liður í undirbúningi Landsliðsins, sem heldur til Budapest á Evrópumótið í Kotru í septembermánuði n.k. Landsliðið hefur í allt sumar verið með æfingar einu sinni í viku, regluleg æfingarmót, og svo hefur markþjálfinn Kjartan Maack tekið hópinn undir sína faglegu handleiðslu. Landsliðið hefur þegar skorað á Pressuliðið í annan leik, sem mun væntalega fara fram í byrjun september-mánaðar. Áfram Ísland, lifi Kotran.