NETKOTRA

NETKOTRA

1478
Deila
Icelandic backgammon championship 2018

Tilkynning frá landsliðaeinvöldum K.Í.

Kotrusamband Íslands gerir átak í netkotru á Íslandi. Fyrsta skrefið er að skrá sem flesta inn á síður sem bjóða upp á netkotru. Áhugasamir láti vita á Facebook síðu kotrusambandsins Facebooksíða K.Í. eða láti Stefán Frey Guðmundsson eða Gísla Hrafnkelsson vita með tölvupósti stefan_freyr@yahoo.com eða gisli@fastmail.com

Allir velkomnir óháð styrk!

Jafnframt stofnar Kotrusambandið til æfingabúða í kotru fram til áramóta. Þátttakendur munu spila a.m.k. 60 keppnisleiki upp í 7 á netþjóni. Þeir sem spila flesta leiki og sýna næga getu, koma til greina í úrvalshóp landsliðsins sem hefur æfingar eftir áramót. Æfingabúðirnar hefjast sunnudaginn 14. október svo látið vita af áhuga sem fyrst. Allir áhugasamir velkomnir, jafnvel þó landsliðsstyrk sé ekki enn náð.

 

Kotrukveðjur Stefán Freyr Guðmundsson og Gísli Hrafnkelsson.