MÁNUDAGS-RIO

MÁNUDAGS-RIO

682
Deila

véli 2 vélin

Mánudags-RIO hófst með pompi og prakt í gærkvöld. Þrettán kotruspilarar hófu leikinn. Spilað var eftir svokölluðu „double elimination, looser bracket system“ en það virkar þannig að ef spilari tapar sínum fyrsta leik, þá fær hann/hún eitt tækifæri í viðbót að halda sér inn í mótinu, en ef viðkomandi spilari tapar hins vegar þeim leik (tvö töp) þá er spilarinn úr leik. Fyrst voru spilaðir leikir upp í sjö, og þeir sem töpuðu spiluðu síðan leik upp í fimm. Maður kvöldsins var enginn annar en Guðmundur „Vélin“ Sveinsson, en hann er kominn í úrslitaleikinn. „Vélin“ þarf nú að bíða eftir andstæðing, en til greina koma, Bjarni Freyr Kristjánsson, Stefán Þór Sigurjónsson, Jón Gunnar Jónsson eða Aron Ingi Óskarsson. Mótið mun klárast mánudaginn 17. nóvember, og sá sem sigrar mótið mun tryggja sér farseðill beint í a-úrslit á Íslandsmótinu næsta vor. Margir kunnir kappar duttu út í gærkveldi, þeirra á meðal Íslandsmeistarinn, fyrirliði landsliðsins og stigahæsti kotruspilari landsins. Kotrusambandið hvetur alla kotruaðdáendur að skella sér á RIO-sportbar (Hverfisgata 46) á mánudagskvöldum í vetur og taka í spil. Fjölbreytt mótadagskrá er í smíðum, þar verður eitthvað  fyrir alla á boðstólnum í allan vetur. Frétt um troðfulla mótadagskrá í vetur, mun birtast á allra næstu dögum.