Landsliðið-Pressuliðið

Landsliðið-Pressuliðið

906
Deila

Í gærkvöld fór fram, æfingaleikur milli Landsliðsins og Pressuliðsins í Kotru. Leikurinn var undirbúningur Landsliðsins fyrir Evrópumótið í Kotru, sem hefst í Budapest í næstu viku. Eftir æsispennandi leik, urðu liðin hnífjöfn 3-3. Spilað var á sex borðum. Pressuliðið var skipað þeim Stefáni Frey, Gísla Hrafnk. Bjarna Hólmar, Aron Inga, Arnóri Gauta og Kjartani Ásmunds. sem er reyndar landsliðsmaður og fer til Budapest. Landsliðið var þannig skipað, Róbert L. Ingi Tandri, Bjarni Freyr, Gunnar Birnir, Fjalarr Páll og Guðmundur Gestur. Fréttaritari Kotrusambandsins mun verða með ítarlegar fréttir frá mótinu í Budapest, nánast í beinni útsendingu. Einnig mun Morgunblaðið vera með stórskemmtilega frétt um Kotruna og Evrópumótið í næsta sunnudags-mogga.