Króatar Evrópumeistarar, Ísland í þrettánda sæti

Króatar Evrópumeistarar, Ísland í þrettánda sæti

880
Deila

Króatar eru Evrópumeistarar í kotru, eftir æsispennandi úrslitaleik við Þjóðverja, þar sem leikurinn fór í bráðabana með tilheyrandi spennu og drama. Danirnir sem unnu EM í fyrra, fengu brons eftir æsispennandi leik við Ítali. Íslenska landsliðið lenti í þrettánda sæti. Má segja að allt hafi farið á versta veg á móti Norðmönnum í gær, einmitt þegar stöðurnar á borðinu stefndu í góðan sigur, þá hurfu heilladísirnar á ögurstundu. Þetta mót fer í reynslubankann fræga, og allir leikmenn eru betri eftir þessa reynslu í Budapest. Við mætum að ári til Kaupmannahafnar með mun meiri reynslu og visku í farteskinu, og þar getur allt gerst enda er Kaupmannahöfn hálfgerður heimavöllur okkar. Áfram Ísland.

IMG_4797