Kotruárið 2015

Kotruárið 2015

2867
Deila

Árið 2015 var mjög litríkt kotruár. Hér verður imprað á því helsta í máli og myndum.

Deildarkeppnin var geysisterk, sem endaði með öruggum sigri Guðmundar Gests Sveinssonar.

Guðmundur Gestur Sveinsson
Guðmundur Gestur Sveinsson

Stefán Freyr Guðmundsson sigraði á mjög skemmtilegu alþjóðlegu kotrumóti í Hörpunni í mars-mánuði.

Stefán Freyr Guðmundsson
Stefán Freyr Guðmundsson

Ný stjórn kotrusambandsins var kosin í ágúst-mánuði, hana skipa: Bjarni Freyr forseti, Ingi Tandri varaforseti, Róbert ritari, Gísli gjaldkeri, Gunnar Birnir meðstjórnadi. Í varastjórn eru Kjartan og Fjalarr Páll. Á myndina vantar Kjartan Ásmundarson.

Stjórnin 2015-2016
Stjórnin 2015-2016

Íslandsmótið var haldið í júní-mánuði. Það var vel mannað að venju. Úrslitaleikurinn frestaðist fram í október. Róbert Lagerman er Íslandsmeistari 2015.

Íslandsmeistarinn 2015 Róbert Lagerman
Íslandsmeistarinn 2015 Róbert Lagerman

Íslenska landsliðið fór til Budapest á Evrópumótið í kotru í október-mánuði. Íslenska landsliðið var skipað eftirtöldum, Hallur Jon Bluhme, Róbert Lagerman, Ingi Tandri Traustason, Bjarni Freyr Kristjánsson, Kjartan Ásmundarson, Gunnar Birnir Jónsson, Guðmundur Sveinsson og Fjalarr Páll Mánason.

Íslenska landsliðið í Búdapest.
Íslenska landsliðið í Búdapest.

Nýr landsliðseinvaldur var valinn. fyrir valinu var fagmaðurinn Gísli Hrafnkelsson, hann tekur við af Róbert Lagerman.

Gísli "EINVALDUR"
Gísli einvaldur

Geysisterkt alþjóðlegt kotrumót var haldið í Laugardagshöll í nóvember-mánuði. Þar sigraði Fjalarr Páll Mánason.

Fellibylurinn Fjalarr
Fellibylurinn Fjalarr

Bikarmeistari 2015 er Gunnar Birnir Jónsson. Mótið var tileinkað minningu okkar góða vinar Jorge Rodríguez Fonseca.

Bikarmeistarinn Gunnar Birnir
Bikarmeistarinn Gunnar Birnir

Íslenska landsliðið tók þátt Evrópukeppninni í kotru á netinu á árinu. Gengið var bara þokkalegt, greinilegt að íslensk kotra hefur tekið miklum framförum á alþjóða vísu.

Pressuliðið og Landsliðið
Pressuliðið og Landsliðið

Ákaflega myndarleg og litrík mótadagsskrá var á vegum Kotrusambands Íslands á árinu 2015. Það er einhugur hjá stjórninnni að gera jafnvel enn betur á árinu 2016.

Hörpu-Kotra
Hörpu-Kotra

Gleðilegt nýtt ár öllsömun og takk fyrir það liðna.

Nýliðar ársins Þura Stína og Eyrún.

Þura Stína
Þura Stína
Eyrún Jónsdóttir
Eyrún Jónsdóttir

Nýjasti kotru-meðlimur ársins

Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson

Framfaraskref ársins Gunnar Birnir og Kjartan Ásmundarson.

Kjartan Ásmundarson
Kjartan Ásmundarson
Gunnar Birnir
Gunnar Birnir

Forseti ársins Bjarni Freyr Kristjánsson.

Bjarni Freyr
Bjarni Freyr

Frétt ársins, það geta allir unnið heimsmeistarann…..

Myndarleg grein um kotrustarfið, birtist í morgunblaðinu, þessi mynd er tekin af því tilefni.
Myndarleg grein um kotrustarfið, birtist í morgunblaðinu, þessi mynd er tekin af því tilefni.

Óvæntasta innkoma inn í íslenskt kotrulíf, klárlega Hallur Jon Bluhme Sævarsson.

Hallur Jon Bluhme Sævarsson. Fyrstaborðs maður Íslands.
Hallur Jon Bluhme Sævarsson. Fyrstaborðs maður Íslands.

Spil ársins, einfalt BACKGAMMON eða KOTRA.

KOTRA eða BACKGAMMON
KOTRA eða BACKGAMMON

Mynd ársins……..

Jóla-Kotra
Jóla-Kotra

Að lokum þetta, gerum lífið skemmtilegra og spilum KOTRU, gleðjumst saman á nýju ári 🙂 🙂 🙂