KOTRA Á SVEINSSTÖÐUM

KOTRA Á SVEINSSTÖÐUM

744
Deila

Fyrr í sumar, var haldið kotrumót á “Sveinstöðum”. Hæstráðandi þar er kotrusnillingurinn Guðmundur Sveinsson, stundum kallaður “VÉLIN” Átta þátttakendur voru með í fyrsta “SVEINSTAÐIR OPEN” Spilaðir voru leikir um í sjö. Grillið var upphitað allan daginn, og settu menn steikur á grillið, á milli þess sem double-tenigurinn flaug á milli borða. Tveir  skiptu með sér efsta sætinu, þeir Fjalarr Mánason, stundum kallaður“Íslandsmeistarinn” enda handhafi titilsins, og Róbert Lagerman, alltaf ávarpaður sem “KÓNGURINN” Á léttum fundi í hálfleik, var það ákveðið, að þetta mót er komið til að vera, og verður það skipulagt með enn veglegri hætti á komandi árum. Sjá má myndir af mótinu á heimasíðunni undir “myndagallerí” Róbert “KÓNGURINN” Lagerman.