Kjartan Ingvarsson, kom sá og sigraði.

Kjartan Ingvarsson, kom sá og sigraði.

2503
Deila
Stofan Kaffihús

IMG_4953
Arnórn Gauti, Gunnar Birnir og „Stofumeistarinn“ Kjartan Ingvarsson

Frekar óvænt úrslit urðu á vel mönnuðu kotrumóti á Stofunni í gærkvöldi. Kjartan Ingvarsson setti í fluggírinn eftir að hafa tapað fyrir Íslandsmeistaranum, Róberti Lagerman í fyrstu umferð. Hann leit aldrei til baka eftir það og vann alla aðra keppendur. Jafnir í mark í öðru til þriðja sæti komu Gunnar Birnir og Arnór Gauti. Þetta var fyrsta kotrumótið á hinu rómaða kaffihúsi „Stofan Kaffihús“

IMG_4946
Garðar Hilmarsson og Arnór Gauti
IMG_4947
Fjalarr Páll og Bjarni Freyr

 

 

Haukur, hinn geðþekki staðarhaldari á Stofunni, gaf glæsileg verðlaun á mótið. Kotrusamband Íslands þakkar Hauki og starfsfólki Stofunnar kærlega fyrir stórskemmtilega kvöldstund. Í bígerð er að halda „jólakotru“ á Stofunni, í desembermánuði. Á Stofunni er hægt að spila kotru alla daga, en fínt kotrusett er á staðnum. Kotrusambandið hvetur alla til kynna sér töfraheim kotrunnar. Við óskum Kjartani hjartanlega til hamingju með titilinn „Stofukotrumeistarinn“