Kjartan Ingvarsson Bikarmeistari 2017

Kjartan Ingvarsson Bikarmeistari 2017

1337
Deila
Kjartan Ingvarsson Bikarmeistarinn 2017

Mikið fjör var á „Stofan Cafe“ í gærkvöldi. Þá fór fram Bikarkeppnin 2017 í kotru. Þetta er eitt skemmtilegasta mót ársins, og kotruþyrstir spilarar flykkjast að kotruborðinu, eftir veisluborð jólanna. Fráfarandi bikarmeistari Gunnar Birnir Jónsson, komst alla leið í úrslitaleikinn, þriðja árið í röð, en hann vann Bikarkeppnina 2015 og 2016. Gunnar byrjarði úrslitaleikinn vel á móti Kjartani Ingvarssyni, en þegar staðan var orðin 4-0 fyrir Gunnari, tók Kjartan til sinna ráða, og gjörsamlega sópaði fráfarandi Bikarmeistara út af borðinu, í rólegheitunum þó, og vann leikinn 7-4, þar sem allir vinningsleikir Kjartans voru einfaldir. Kjartan er því verðskuldaður „BIKARMEISTARI“ 2017.

Kjartan Ingvarsson Bikarmeistarinn 2017

Fjalarr Páll Mánason vann svo second-chance mótið, en í það mót fóru þeir spilarar sem höfðu tapað einni viðureign.

Fjalarr Páll Mánason second-chance winner

Næsta kotru-mót verður á Hlemmur-Square, sunnudaginn 14.janúar, það mót verður auglýst sérstaklega á facebook K.Í. Að lokum þetta….. Kotrusamband Íslands óskar öllum kotruspilurum og landsmönnum Gleðilegs Nýárs.

Gleðilegt Nýtt Ár