Kjartan Ásmundarson Deildarmeistarinn 2018

Kjartan Ásmundarson Deildarmeistarinn 2018

1776
Deila
Kjartan Ásmundarson Deildarmeistari 2018

Kjartan Ásmundarson (oftast kallaður „Frændi“) varð Deildarmeistari 2018 á sjálfan Sjómannadaginn. Það er vel við hæfi enda er Kjartan „sjómaður dáða drengur“ Kjartan vann frænda sinn Guðmund Gest Sveinsson í undanúrslitum örugglega, á meðan Gísli Hrafnkelsson vann Fjalarr Pál Mánason í hörkuleik í hinum undanúrslitaleiknum. Gísli byrjaði betur í úrslitaleiknum….var m.a. yfir 6-9. En þá bókstaflega sigldi Kjartan fram úr Gísla og vann að lokum örugglega 21-13. Þetta er fyrsti Deildarmeistaratitill „Frænda“ Kotrusambandið óskar Kjartani innilega til hamingju með verðskuldaðan sigur.