„JOE NOCOFFEE“ Júlímeistarinn á Hlemmur Square

„JOE NOCOFFEE“ Júlímeistarinn á Hlemmur Square

1038
Deila
Jóhannes Jónsson spilari

Jóhannes Jónsson of nefndur „Joe nocoffee“ sannaði enn einu sinni að hann er með betri kotruspilurum landsins. Sl. sunnudag bætti hann enn einum kotru-sigrinum í safnið með því að vinna „júlí Hlemmur Square“ Hlemmur Square mótaröðin fer fram einu sinni í mánuði. Næsta Hlemmur Square er áætlað sunnudaginn 19.ágúst nk. Frekar rólegt er á kotrumarkaðinum nú í sumar, en byrjun september mun Íslandsmótið hefjast, einnig mun aðalfundur K.Í. vera í september, og þá mun væntalega birtast mótadagskrá fyrir veturinn 2018-2019 í kjölfarið. Svo fylgist vel með fréttum á www.kotra.is Kotrusambandið óskar Joe „nocoffee“ til hamingju með sigurinn.