JOE „NO-COFFEE“ APRÍL-MEISTARINN

JOE „NO-COFFEE“ APRÍL-MEISTARINN

1260
Deila
Joe "nocoffee" Aprílmeistarinn á Hlemmur Square

Síðastliðinn sunnudag 8.apríl, var haldið „apríl-backgammon“ á Hlemmur Square. Jóhannes Jónsson (stundum kallaður „Joe no-coffee“) kom sá og sigraði… eftir æsilega leiki. Jóhannes hefur farið mikinn á kotruborðinu undanfarið, en hann er einnig Íslandsmeistari í „double consultaion“ ásamt Kjartani Ingvarssyni. Engin furða er að „Joe no-coffee“ sé maður aprílmánaðar á kotruvellinum, enda gengur hann ávallt með „Boot-camp“ (Sem er einskonar biblía kotruspilarans) í jakkavasanum sínum, snjáðari bók hafa gárungarnir vart séð 🙂 Kotrusambandið óskar Jóhannes innilega til hamingju með sigurinn. Næsta „Hlemmur Square Backgammon“ verður haldið í byrjun maí-mánaðar.