Jafnt á móti Belgum

Jafnt á móti Belgum

1107
Deila
EM2016 HELSINGÖR DANMÖRK

Strákarnir okkar voru svo sannarlega óheppnir að vinna ekki Belga í fimmtu umferð. Á tímabili var staðan 2-0 fyrir Ísland en lokatölur voru 2-2 jafntefli. Hallur Jon Bluhme og Stefán Freyr sigruðu, en Fjalarr Páll og Ingi Tandri töpuðu. Lokaumferð mótsins hefst svo kringum 14.30 að íslenskum tíma og úrslitin verða sett jafnharðan inn á eftirfarandi úrslitasíðu Drawboss Fréttaritari K.Í. mun flytja ykkur glóðvolgar fréttir af lokaumferðinni, enda ræðst þá hvaða þjóðir fara í “FINAL FOUR” á sunnudaginn, og Ísland verður klárlega í baráttunni um að komast þangað. Áfram Ísland.