Íslenska landsliðið tekur þátt í „Netkotru“

Íslenska landsliðið tekur þátt í „Netkotru“

1351
Deila
Icelandic national team in backgammon 2018

Íslenska landsliðið tekur þátt í Evrópumeistaramótinu í „Netkotru“ sem hefst í byrjun september-mánaðar nk. Spilað er á fimm borðum og eru leikirnir upp í 13 stig. Það lið sem tapar 3 viðureignum er úr leik. Þeir sem spila fyrir Íslands hönd í ár eru…. Stefán Freyr Guðmundsson, Fjalarr Páll Mánason, Jóhannes Jónsson, Gísli Hrafnkelsson og Gunnar Birnir Jónsson. Lansliðseinvaldar eru Ingi Tandri Traustason og Róbert Lagerman. Allar bestu Evrópuþjóðirnar í kotru munu taka þátt. Íslendingar urðu eftirminnilega Evrópumeistarar í „Netkotru“ árið 2016. Í meistaraliðinu 2016 voru Hallur Jon Bluhme Sævarsson, Ingi Tandri Traustason, Stefán Freyr Guðmundsson, Fjalarr Páll Mánason og Guðmundur Gestur Sveinsson. Landsliðseinvaldur 2016 var Gísli Hrafnkelsson. Kotrusambandið mun flytja glóðvolgar fréttir af Evrópumótinu um leið og þær berast í hús. ÁFRAM íSLAND.

Jóhannes Jónsson spilari
Gunnar Birnir Jónsson spilari
Fjalarr Páll Mánason spilari
Gísli Hrafnkelsson spilari
Stefán Freyr Guðmundsson spilari
Inga Tandri Traustason „Landsliðseinvaldur“
Róbert Lagerman „Landsliðseinvaldur“