Íslandsmótið í kotru 2016

Íslandsmótið í kotru 2016

1501
Deila
Deildin 2017

Íslandsmótið í kotru hefst í kvöld, föstudaginn 3.júní, kl.18.00. Spilað verður í húsnæði Skáksambands Íslands, Faxafeni12. Tólf keppendur heyja baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. Þátttakendum verður skipt upp í tvo riðla og komast fjórir áfram úr hvorum riðli. A-riðill lítur svona út, 1.Róbert Lagerman 2. Guðmundur Gestur Sveinsson 3. Jóhann Arnar Jóhannsson 4. Alda Dröfn Guðbjörnsdóttir 5. Adonis Karaonalis og 6. Arnór Gauti Helgason. Í B-riðlinum eru 1.Gunnar Birnir Jónsson 2.Fjalarr Páll Mánason 3.Daníel Sigurðsson 4. Hafliði Kristjánsson 5. Jóhannes Jónsson og 6.Hafþór Sigmundsson. Keppninni verður haldið áfram á laugardeginum 4.júní kl.12.00 en þá hefst 8 manna útsláttarkeppni. Íslandsmót kvenna hefst  einnig á laugardeginum kl.14.00. Áhorfendur eru sérstaklega velkomnir, en mjög góð aðstaða er í Faxafeni bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Núverandi Íslandsmeistari er Róbert Lagerman

Róbert Lagerman Íslandsmeistarinn 2015
Róbert Lagerman Íslandsmeistarinn 2015