Íslandsmótið í kotru 2016

Íslandsmótið í kotru 2016

1855
Deila
Íslandsmótið í kotru 2016

Lokaúrslit á Íslandsmótinu í kotru 2016 hófust í kvöld. Spilað er í mjög rúmgóðum sal Skáksambands Íslands. Tólf keppendur hófu leikinn í kvöld og nú eru átta eftir, sem munu spila útsláttarkeppni á morgun. Spilamennskan hefst kl. 12.00 á morgun 4.júní í Faxafeni 12. Einnig hefst Íslandsmót kvenna í kotru á morgun, og hefja þær leikkin kl. 14.00. Þeir sem komnir eru áfram í átta manna úrslit eru Róbert Lagerman, Fjalarr Páll Mánason, Gunnar Birnir Jónsson, Adonis Karaonalis, Guðmundur Sveinsson, Jóhanna Arnar Jóhannsson, Jóhannes Jónsson og Daníel Sigurðsson. Áhorfendur eru hvattir til að mæta og verða vitni að æsispennandi Íslandsmóti í kotru. Frábær aðstaða og ávallt heitt á könnunni.IMG_5045 IMG_5046 IMG_5047 IMG_5048 IMG_5049