ÍSLANDSMÓTIÐ Í KOTRU 2014 ER HAFIÐ.

ÍSLANDSMÓTIÐ Í KOTRU 2014 ER HAFIÐ.

836
Deila

Íslandsmótið í kotru 2014 er hafið.

Æsispennandi undankeppni lauk í gærkveld. Sextán keppendur spiluðu um 7 laus sæti í undanriðlum sem spilaðir verða í kvöld, þar bætast við fimm keppendur sem þegar höfðu áunnið sér rétt til þátttöku.

Nokkuð var um óvænt úrslit, m.a. komst Guðmundur “Vélin” Sveinsson ekki áfram, en hann verður mótstjóri í kvöld. Adonishinn grískættaði íslendingur vann hins vegar alla sína leiki.

Inga Poko, er þegar orðin Íslnadsmeistari kvenna, en hún verður krýnd á laugardagskveldið n.k. ásamt Íslandsmeistaranum í opna flokknum.

Riðlar eru tveir í kvöld,

10661950_363985513753171_255236799798654948_oÍ riðli a) Róbert Lagerman, Gísli Hrafnkelsson, Ingi Tandri Traustason, Eyjólfur Guðmundsson, Gunnar Jónsson ogJóhann Arnar.

Í riðli b) Stefán Freyr Guðmundsson, Fjalarr Páll Mánason,Bjarni Freyr Kristjánsson, Aron Ingi Óskarsson, Adonis Karaolanis og Hafþór Sigmundsson.

Fjórir keppendur í hvorum riðli, komast síðan áfram í átta manna úrslit, á n.k. laugardag.

Áhorfendur eru hvattir til að kíkja á snilldina, en spilað er í Cafe Atlanta, Hlíðarsmára, Kópavogi.