Íslandsmót í kotru

Íslandsmót í kotru

1784
Deila
Hörpu-Kotra

Undankeppni fyrir Íslandsmótið í kotru fer fram mánudaginn 1. júní í Hörpu og hefst klukkan 18:00. Leikið verður upp í 5 og keppendur falla út við þriðja tap. Átta efstu keppendurnir vinna sér sæti í úrslitum sem fara fram helgina 5. og 6. júní.

Þátttökugjaldið er 2.000 krónur.

Úrslitin fara fram með útsláttarfyrirkomulagi þar sem leikið er upp í 17.

Nú þegar hafa átta keppendur tryggt sér þátttökurétt gegnum undankeppnir vetrarins – Sjá nánar hér.

Þeir sem hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitum eru:

  • Ingi Tandri Traustason, Íslandsmeistari
  • Fjalarr Páll Mánason, Bikarmeistari
  • Guðmundur Gestur Sveinsson, undankeppni í nóvember
  • Róbert Lagerman, undankeppni í janúar
  • Arnór Gauti Helgason, undankeppni í febrúar
  • Stefán Freyr Guðmundsson, undankeppni í mars
  • Gísli Hrafnkelsson, undankeppni í apríl
  • Gunnar Birnir Jónsson, undankeppni í maí