Ísland spilar um Evrópumeistaratitilinn í kotru

Ísland spilar um Evrópumeistaratitilinn í kotru

1096
Deila
Icelandic national team

Þrjú landsliðið munu spila í lokaúrslitum um Evróputitilinn í netkotru. Þau eru Pólland, Austurríki og svo að sjálfsögðu Ísland. Landsliðin munu spila lítið mót sín á milli, allir við alla, til að fá úr því skorið hverjir eru bestir í netkotru í Evrópu. Úrslit munu liggja fyrir í síðasta lagi fyrir 1.mars 2017. Um 20 landslið hófu þátttöku á mótinu, en aðeins þrjú eru eftir. Landslið Íslands skipa, Hallur Jon Bluhme Sævarsson, Stefán Freyr Guðmundsson, Ingi Tandri Traustason, Guðmundur Gestur Sveinsson og Fjalarr Páll Mánason. Landsliðseinvaldur er Gísli Hrafnkelsson. Glóðvolgar fréttir munu birtast á www.kotra.is um leið og þær berast. Áfram Ísland.

Löndin sem eru Evrópusambandi netkotrunnar (rauð)