Ísland komið áfram á EM2015

Ísland komið áfram á EM2015

1285
Deila
Icelandic national team in Budapest 2015

Landslið Íslands er komið áfram í fimmtu umferð á Evrópumótinu 2015. Þetta mót fer fram á internetinu og spilað er á fimm borðum. Spilað er eftir útsláttarfyrirkomulagi, svo hver landsleikur er upp á líf eða dauða. Íslendingar slógu út Ungverja í fjórðu umferð. Andstæðingar Íslendinga í fimmtu umferð eru Tékkar. Landslið Íslands í keppninni skipa, Hallur Jon Bluhme Sævarsson, Ingi Tandri Traustason, Fjalarr Páll Mánason, Bjarni Freyr Kristjánsson og Róbert Lagerman. Lesendur Kotrusíðunnar fá glóðvolgar fréttir af mótinu um leið og þær berast, en þangað til Áfram ÍSLAND.