Ísland hefur lokið keppni á EM-online 2015

Ísland hefur lokið keppni á EM-online 2015

1736
Deila

Ísland tapaði fyrir Tékklandi, eftir mjög dramatíska viðureign, 2-3. Ísland hefur því lokið keppni á EM-online 2015. Íslenska landsliðið vann tvo landsleiki í keppninni en tapaði þremur. Einstaklings-árangur var eftirfarandi: Hallur Jon Bluhme Sævarsson 3 vinningar af 5 mögulegum. Hallur var jafnframt þjálfari liðsins. Ingi Tandri Traustason 2.vin. af 5 mögl. hann var jafnframt liðstjóri Íslenska liðsins. Fjalarr Páll Mánason 1 vin. af 5 mögl. Bjarni Freyr Kristjánsson 3 vin. af 5 mögl. og Róbert Lagerman 3 vin. af 5 mögl. Fréttaritari mun færa ykkur lokatölur af mótinu um leið og þær berast, en því lýkur í mars-mánuði 2016. Áfram Ísland.