Ingi Tandri vann Hlemmur Square#2

Ingi Tandri vann Hlemmur Square#2

2594
Deila

10. september síðastliðinn fór fram geysisterkt mót á Hlemmi Square. Eftir mikla baráttu og enn fleiri teningaköst enduðu Aron Ingi Óskarsson, Ingi Tandri Traustason og Henryk Piglowski efstir og jafnir. Ingi og nafni hans Aron voru neðar en Henryk eftir stigaúreikning og spiluðu því “semi final” sem Ingi Tandri vann í hörkuleik. Úrslitaleikurinn breyttist fljótlega í einstefnu þar sem Henryk gekk lítið með teningana og Ingi vann fremur auðveldlega.