Ingi Tandri og Róbert „Marsmeistarar“ á Hlemmur Square

Ingi Tandri og Róbert „Marsmeistarar“ á Hlemmur Square

1464
Deila
ITT OG DON "MARSMEISTARAR" HLEMMUR SQUARE MÓTARAÐARINNAR (BJARNI FORSETI K.Í. FYRIR MIÐJU)

Ingi Tandri Traustason og Róbert Lagerman sigruðu á æsispennandi Marsmóti á Hlemmur Square. Þeir félagar eru ekki óvanir að sanka að sér „Kotrutitlum“ en þeir eru m.a. núverandi Evrópumeistarar í „double consultation“ Haldin hafa verið mánaðarleg kotrumót á Hlemmur Square í allan vetur. Þrjú mót eru eftir af keppnistímabilinu þ.e. í apríl, maí og júní. Mótin eru ákaflega fjörleg og ávallt með breyttu keppnisfyrirkomulagi. Mótin eru alveg tilvalin fyrir nýliða sem lengra komna… enda vitum við öll að það er ávallt möguleiki á vinna kotruleik, teningarnir þurfa bara að rúlla rétt. Sérstök tilboð er á veitingum meðan Hlemmur Square mótin eru í gangi. Komið því fagnadi á næstu mót.