„Hurricane“ Hafliði sigraði glæsilega

„Hurricane“ Hafliði sigraði glæsilega

1003
Deila
"Hurricane" Hafliði

Vel var mætt á „Kotrufjör“ Kotrusambandsins í gærkvöld. Meðal keppenda voru Evrópumeistarar, Íslandsmeistarinn, fyrrverandi Íslandsmeistarar og „Hurricane“ Hafliði. Hafliði Kristjánsson eins og hann heitir í hinu daglega lífi, er ákaflega hugljúfur einstaklingur alla jafna, en þegar Hafliði mætir á kotruvöllinn breytist hann oftast í óstöðvandi „Hurricane“ og þá meiga andstæðingarnir passa sig. En Hafliði kom ekki einsamall í gærkvöld. Aldeilis ekki, með honum í för var bróðir hans Einar Rúnar Kristjánsson. Einar tók þátt í mótinu og stóð sig með prýði á sínu jómfrúarmóti. En þegar Einar lauk sinni þátttöku í sjálfu mótinu, breyttist hann í „aðstoðarmann“ Hafliða. Fréttaritari K.Í. fylgdist vel með hlutverki Einars, sem var m.a. að ná í kaffi, vatn og mat, og svo herðanudd á mikilvægum augnablikum, fyrir utan hinn mikilvæga andlega stuðning. Þessi „tvenna“ sá til þess hinir keppendurnir áttu aldrei möguleika. Lokatölur….. Hafliði Kristjánsson „Kotrufjörmeistari“