Hlemmur Square-mótaröðin

Hlemmur Square-mótaröðin

1757
Deila
Hlemmur Square mótaröðin í kotru.

Hlemmur Square-mótaröðin hófst í gær sunnudaginn 13.ágúst. Mótaröðin mun verða á Hlemmur Square fyrsta eða annan sunnudag í hverjum mánuði í allan vetur. Flott þátttaka var á fyrsta mótinu, 16 keppendur. Keppt var eftir double-elimination-kerfinu, hér má sjá skýringarmynd af hvernig kerfið virkar….

Doble-elimination-bracket

Sigurvegari og fyrsti Hlemmur Square-meistarinn, var enginn annar en sjálfur Íslandsmeistarinn, Gunnar Birnir Jónsson.

Gunnar Birnir Jónsson Icelandic champion 2017

Gunnar sigraði Arnór Gauta í úrslitum, þriðji var síðan Þráinn Sigfússon. Hlemmur Square gaf veglega vinninga í formi gjafabréfa ásamt verðlaunapeningum. Svo nú er um að gera að fylgjast mótadagskrá Kotrusambandsins og facebooksíðu Hlemmur Square https://www.facebook.com/Hlemmur.Square/ en þarna er að finna alla viðburði sem eru á Hlemmur Square í vetur. Sérstakt tilboð mun verða á sérvöldum drykkjum á öllum kotrumótum á Hlemmur Square í vetur.