Hafliði Kristjánsson í úrslit Íslandsmótsins 2016.

Hafliði Kristjánsson í úrslit Íslandsmótsins 2016.

2609
Deila
Hafliði Kristjánsson, kominn í úrslit Íslandsmótsins 2016

Undankeppni fyrir Íslandsmótið í kotru eða svokallað „Satellite mót“  fór fram í dag. Keppt var um 2 af 12 sætum í úrslitum Íslandsmótsins 2016. Tíu manns hófu keppni á B47 Hostel og í úrslitum í dag spiluðu Gunnar Birnir Jónsson og Hafliði Kristjánsson. Gunnar hafði sigur eftir hádramatík. Í 12 manna úrslit eru þá öruggir, Róbert Lagerman Íslandsmeistari,

Íslandsmeistarinn 2015
Íslandsmeistarinn 2015

Gunnar Birnir Jónsson Bikarmeistari,

Bikarmeistarinn Gunnar Birnir
Bikarmeistarinn Gunnar Birnir

Stefán Freyr Guðmundsson „runner up“ úr Bikarkeppninni

Stefán Freyr Guðmundsson "runner up"
Stefán Freyr Guðmundsson „runner up“

og Hafliði Kristjánsson úr Satellite mótinu í dag.

Hafliði Kristjánsson
Hafliði Kristjánsson

Eitt annað Satellite mót verður í apríl nk. og eru tvö sæti einnig í boði þar í úrslit Íslandsmótsins. Sigurvegari úr „Deildinni“ mun einnig komast áfram í úrslit Íslandsmótsins, og svo verða undanrásir í lok maí-mánaðar og byrjun júní-mánaðar sem gefa 5-7 sæti í 12 manna úrslit Íslandsmótsins. Svo það er nóg af sætum í boði ennþá. Á döfinni í Íslenskri kotru eru m.a. „VIKING-KOTRA“ og alþjóðlegt kotrumót í HÖRPUNNI, hvorutveggja í mars-mánuði, svo ekki missa af neinu og fylgist vel með fréttaþjónustu Kotrusambandsins á næstunni.