Gunnar Birnir sigraði á fyrsta úrtökumótinu.

Gunnar Birnir sigraði á fyrsta úrtökumótinu.

1257
Deila
Icelandic backgammon federation

Kotrusamband Íslands mun standa fyrir úrtökumótum í vetur vor og sumar. Sigurvegari hvers úrtökumóts hlýtur sæti á Evrópumóti einstaklinga sem haldið verður samhliða Evrópumóti landsliða dagana 5.-8. október 2017. Átta þátttakendur verða í hverju úrtökumóti, og spilaðir verða leikir upp í sjö stig með einföldu útsláttarfyrirkomulagi. Gunnar Birnir Jónsson bikarmeistarinn 2015 og 2016 sigraði á fyrsta úrtökumótinu í gær eftir æsispennandi úrslitaviðureign við Öldu Dröfn Guðbjörnsdóttur 7-6.

Gunnar Birnir Jónsson Bikarmeistari 2015 og 2016

Til mikils er að vinna því þátttökugjaldið á hverju úrtökumóti er aðeins kr. 3500 en á Evrópumóti einstaklinga í haust er þátttökugjaldið kr. 28.000, svo þarna er heldur betur hægt að spara sér peninginn með því að vinna úrtökumótin. Næsta mót verður auglýst á allra næstu dögum, svo fylgist vel með mótadagsskrá K.Í. á næstunni.

Frá úrtökumótinu í gær.